Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
mánudagur, apríl 28, 2008
Sælan búin
Jæja þá er dvölin í Hveragerði á enda og maður að venjast því að vera komin í vinnuna aftur. Það er pínu erfitt eftir að hafa verið í svona vernduðu umhverfi í 4 vikur. En það gengur þó bara ótrúlega vel, hef verið að hreyfa mig svona í og með og held að vigtin sé enn á niðurleið. Maður verður nú að halda áfram eftir svona góðan árangur en í heildina fóru 5,9 kíló og 9 sentímetrar úr mittinu.
Einnig var ég nú svo heppin að vera með frábæru fólki í hóp og sé ég fram á að vera í góðu bandi við marga þeirra. Það er góður stuðningur.
Að öðru, nú eru bara 5 vikur eftir í þessari vinnu og er ég að vinna í því að fá aðra vinnu í bænum. Við flytjum sennilega fyrstu vikuna í júní og vonumst við til að vera búin að fá íbúðina þá. Annars væri það vesen að búa inni á öðrum í einhvern tíma.
Jæja nú er hausinn tómur og ég farin að snúast í hringi hérna, þannig að ég hendi fleiru inn seinna.
posted by Latur Bloggari @ 08:37   0 comments
fimmtudagur, apríl 10, 2008
Uppfærsla
Jæja þá er ég búin að vera í Hveragerði í 2 vikur og þetta er alger snilld. Maður er algerlega í eigin heimi við að hreyfa sig og taka til í sínum skápum. Erum 9 saman í hóp og það er geðveikt mikill stuðningur í því. Við erum á aldrinum 25 - 58 ára og náum samt nokkuð vel saman, mikið hlegið við matborðið og þetta minnir mig stundum á matartímana á vistinni. Við erum með stundaskrár sem innihalda leikfimi eða vatnsleikfimi klukkan tíu mínútur yfir átta alla virka daga, göngutúr klukkan 11 alla virka daga, allskonar fræðslu og umræðufundi og eitthvað sem heitir gjörhygli. Maður lærir mikið af þessu og einna mest venst maður á að borða reglulega og hollara val.
posted by Latur Bloggari @ 17:31   1 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER