Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
laugardagur, febrúar 26, 2005
loðna, nýr sími og léleg frammistaða á prófi
jæja í heildina fékk ég 4 loðnuvaktir, sinaskeiðabólgu og 38 þúsund útborgað. Ég hata skattinn!

Eftir að hafa eytt miklum tíma í að sannfæra Tomma um það að við hefðum efni á því að kaupa nýjan síma, ákvað ég að bíða með það þangað til ég fengi niðurstöðu úr viðgerðinni. Fór með hann í viðgerð þann 18 og er ekki enn farin að heyra neitt í þeim, að vísu á ég erfitt með að hringja og athuga með símann, því sumir hentu óvart verkbeiðninni (og það var ekki ég)
En það skiptir kannski ekki svo miklu máli því að á þriðjudag eftir konudag kom Tommi heim með nýjan Nokia 6110i í konudagsgjöf ;) Ekkert smá gaman að eiga nýjan og flottan síma :)

Núna á föstudaginn fór ég í 50% próf í Amerískum bókmenntum, var eiginlega barasta ekkert lesin og frammistaðan eftir því góð :s
Er ekki mjög bjartsýn á það á ná því prófi, þannig að ég þarf ábyggilega að endurtaka það próf, en það sem verra er að samkvæmt því sem kennarinn minn sagði, þá verður það ekki fyrr en í ágúst :s
posted by Latur Bloggari @ 18:13   0 comments
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Hitt og þetta, aðallega þetta
jæja eftir að hafa fengið kvörtun yfir of tíðum bloggum, ákvað ég að pása smá. :)

Ýmislegt hefur á daga mína drifið þessa daga síðan síðast. Ég bíð nú eftir að heyra í lækninum mínum um það hvenær ég fæ tíma hjá einhverjum lækni á Selfossi, en þar verður uppskurðurinn væntanlega framkvæmdur. Hef verið að reyna að passa matarræðið en það gengur misjafnlega. Hef þó ekki fengið annað kast, finn bara stundum smá ógleði og verki.

Á síðustu helgi fórum við til Raufarhafnar, tilefnið var það að pabbi varð fimmtugur. Það var heljarinnar veisla og fjör. Mikið gott að borða og svo nóg áfengi í boði. Hann fékk fullt af flottum og góðum gjöfum, flottasta og jafnframt óvenjulegasta var gjafabréf í saga heilsa og spa. Ekki vanur því að karlmenn fái sollis bréf. Á sunnudeginum keyrðum við svo heim. Ferðalagið tók tæpa 10 tíma og fékk ég að vita það þegar heim var komið að ég ætti að mæta í vinnu rúmum klukkutíma seinna og standa 11 tíma vakt. Maður var ansi skrautlegur daginn eftir ;)

Núna er ég búin að taka 3 næturvaktir og 1 nótt í frí. Hendurnar á mér eru að drepa mig, er með svo mikla sinaskeiðabólgu að hægri höndin á mér dofnaði upp þegar ég pússaði á mér neglurnar í dag!

Síminn minn er látinn aðeins 18 mánaða að aldri, hann skildi ekki eftir símanúmerin sem í honum voru vistuð og því gæti verið að ég hafi týnt nokkrum númerum :os
Ég fékk annan síma til afnota, nokia 6110, mér líður eins og ég sé komin aftur í fornöld! Erfitt að fara úr síma með litaskjá og átengdri myndavél yfir í svona gamalt tól. Veit ekki enn hvenær nýr sími kemur á heimilið.

Skólinn er eitthvað aukaatriði hjá mér þessa dagana, því miður hef ég lagt hann aðeins til hliðar á meðan ég reyni að vinna eins mikið og ég get. Ekki veitir af til að borga eitthvað af skuldunum mínum ;)

Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í fréttum í bili...
posted by Latur Bloggari @ 17:48   0 comments
sunnudagur, febrúar 06, 2005
allt er til
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1124011

Þetta er bara fyndið
posted by Latur Bloggari @ 18:04   0 comments
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Veikindi
Jæja þá er það ljóst, ég er með gallsteina. Á að hringja í lækninn minn á mánudaginn til að athuga með tíma hjá einhverjum sérfræðingi sem kemur til með að meta hvað þarf að gera. Þangað til verð ég að skera út alla fitu. En ef ég rýk upp í hita og fæ verki, þá á ég að hafa samband við lækni.
posted by Latur Bloggari @ 18:23   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER