Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
föstudagur, apríl 23, 2004
Hehe aðeins að fikta :)
Mig langaði soldið til að fikta smá í síðunni minni. Var þó sniðug að geyma upprunalega textann af síðunni svo ég geti lagað allt aftur, þ.e. ef ég klúðra einhverju big time! ;) En er ég nokkuð þekkt fyrir svoleiðis *blikk, blikk*
posted by Latur Bloggari @ 20:53   0 comments
sunnudagur, apríl 18, 2004
Of margt búið að vera að gerast, kemst ekki yfir allt ;)
Jæja það var sko helvíti gaman á Raufarhöfn um páskana. Sá það að ég væri sko alveg til í svona gervihnattardisk eins og mamma og pabbi eru með. Reyndar myndi ég þá sennilega reyna að eyða út hommaklámsstöðunum, já þið lásuð rétt, þau ná allavegana 2 stöðvum sem sýna BARA hommaklám. Það vakti reyndar mikla kátínu að reyna að hneyksla fólk með því að stilla yfir á þær.
Svo fórum við líka á ball. Kallinn minn sofnaði á ballinu og það var nú ansi skrautlegt að labba með hann heim. :) En mér finnst samt ansi sorflegt að sjá hvað krakkarnir þarna eru áberandi á kafi í dópi, horfði meira að segja á einn taka í nefið og svo reyndu þeir að selja manni systur minnar dóp. Spurðu hann hvort hann væri óbarinn biskup á raufarhöfn. Löggan veit af þeim en gerir ekki neitt.
Í vikunni áður en við fórum norður kom fólk að skoða íbúðina, að vísu bara á hlaupum, en þetta eru fyrsta fólkið til að koma að skoða síðan síðasta sumar. Ef við seljum íbúðina, þá flytjum við til Reykjavíkur. Vitum ekki enn hvort við myndum leigja eða kaupa. En líklegra er að við myndum leigja. Reyndar væri ég sko alveg til í að geta keypt íbúð.
Annars er lítið að gerast hér, erum búin að vera þrjú í rólegheitum þessa helgina. Fórum reyndar í vikulegan nammileiðangur út í búð í gær. Ég á línuskautum, Teddi á hjóli og Tommi labbandi. Það var soldið hressandi ;) Svo er ég að reyna að vera dugleg og taka mig á, minnka máltíðirnar aðeins(hætta að borða mig pakksadda) og hreyfa mig aðeins meira. Fór meira að segja og synti hálfan kílómeter á föstudaginn.
Jæja imbinn kallar...
posted by Latur Bloggari @ 20:50   0 comments
mánudagur, apríl 05, 2004
Mikið að gerast
Jæja það er sko mikið búið að vera í gangi síðan síðast.

Vinnan
Ég er búin að vera að vinna eins og geðsjúklingur í tæpar 3 vikur. Nánast öll síðasta vika var samsett af 12 tíma dögum. Vann meira að segja laugardag og sunnudag. Enda er maður að verða soldið þreyttur og vöðvabólguhausverkurinn minn er kominn í heimsókn. En þetta gefur manni smá aukapening í vasann! :)

Gettu betur
Úrslitaþátturinn í gettu betur var á föstudaginn. Leit vel út nánast allan þáttinn, þar sem við höldum með Borgó frekar en Verzló! Þannig að maður varð nú ansi fúll þegar úrslitin lágu fyrir. Líka fúlt fyrir Borghyltingana að hafa farið tvisvar í úrslit og bæði skiptin tapað í bráðabana.

Söngkeppnin
Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin á laugardaginn. Mikið af lélegum atriðum þar, meira að segja það atriði sem vann var hrikalega leiðinlegt. Þau atriði sem mér fannst standa uppúr voru frá hraðbrautinni, MA og FSU.

Metallica
Fréttir þess efnis að Metallica væri að koma til Íslands bárust okkur á föstudaginn og erum við skötuhjúin sammála um það að það er eiginlega algert möst að ná í miða á þann viðburð. Það yrði bara gaman!

Raufarhöfn
Í dag kom í ljós að við förum til Raufarhafnar um páskana. Mikið rosalega verður það gaman. Þurfum vísu að sleppa smá vinnu til að komast, en mig barasta langaði svo rosalega mikið að ég var alveg tilbúin í að færa þá fórn.

Jæja þá held ég að megin atriði síðustu viku séu komin. Allavegana er hausinn hættur að gefa upplýsingar ;)
posted by Latur Bloggari @ 18:12   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER