Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
mánudagur, október 31, 2005
námskeið í world class
Jibbí!!!!
Ég var að vinna 8 vikna námskeið í world class :D
Ég heyrði auglýsingu á rás 2 í síðustu viku þar sem þau töluðu um að gefa 2 konum og 2 körlum 8 vikna námskeið í world class, það eina sem maður þurfti að gera var að senda þeim e-mail. Ég sló til og sendi og í morgun hringdi hún Hrafnhildur sem er með þáttinn brot úr degi í mig og tilkynnti mér að ég hafði verið dregin út :D þetta námskeið endar á milli jóla og nýárs, þannig að manni er ekki leyft mikið um jólin :p

Annars er það að frétta að ég átti mjög góðan afmælisdag, fékk helling af kveðjum þó allir hafi ekki munað eftir mér ;) en það var allt í lagi, fólki er alveg fyrirgefið :p ég fékk pússl, 2 sudoku bækur, 2 baðkúlur, 30 mín. slökunarnudd, ilmkerti og baðsápu og bodylotion frá bodyshop. Ég vil bara nýta tækifærið og þakka öllum fyrir :*
posted by Latur Bloggari @ 11:35   0 comments
mánudagur, október 24, 2005
ritgerðir og afmæli
Viktin uppfærist ekki í dag sökum mikilla anna í ritgerðarsmíð. Hef engan tíma til að fara í ræktina í dag :(

Þar sem afmælið mitt nálgast og ég nenni ekki að svara fólki þúsund sinnum um það hvað mig langar í í afmælisgjöf hef ég ákveðið að setja saman lítinn lista af hlutum.
-Geisladiska
-dvd
-kökuform (svona springform til að baka botna)
-baðkúlur
-bækur
-púsl
og alveg helling af alltof dýrum hlutum sem mér dytti ekki einu sinni til hugar að biðja um í afmælisgjöf :Þ

Ætli maður fari svo ekki bara eitthvað út að borða á afmælisdaginn. Ekki mikið annað sem við gætum gert þar sem Tommi er einhentur eftir aðgerð á öxl.
posted by Latur Bloggari @ 11:54   0 comments
mánudagur, október 17, 2005
Viktin
Jæja þá er ég farin af stað aftur eftir veikindi. Fór í gær, en það var fyrsta skiptið síðan á mánudaginn síðasta, lá heima alla vikuna að drukkna úr kvefi ;) Þannnig að þegar ég steig á viktina í morgun var ég alveg viss um að sjá nokkur kíló bætast við í stað þess að fara af. En ótrúlegt en satt þá voru þetta aðeins 100 grömm. Mikið var ég ánægð með það :D
posted by Latur Bloggari @ 11:46   0 comments
laugardagur, október 15, 2005
jæja hætt í bili
Ég er hætt að reyna að laga þetta, vona bara að fólki finnist þetta ekki alveg hræðilegt hjá mér ;)
posted by Latur Bloggari @ 09:58   0 comments
Smá fikt í gangi
hehe alltaf þarf ég að fikta smá ;) er að reyna að redda útlitinu aftur... ekki alveg sátt við þetta eins og það er akkúrat núna ;)
posted by Latur Bloggari @ 09:39   0 comments
föstudagur, október 14, 2005
Vúhú einkunn í tvítyngi komin
Jæja þá er maður búinn að fá fyrstu einkunn vetrarins. Þetta var 25% próf í tvítyngi og ég fékk 18 af 25 rétt en það gefur einkunnina 7,2 :D
posted by Latur Bloggari @ 13:33   0 comments
fimmtudagur, október 13, 2005
kvef dauðans
Úff ég er búin að vera heima í tvo daga vegna þess að ég er algerlega stífluð af kvefi! Hósta og hnerra eins og ég fái borgað fyrir það. Það er sko alls ekki gaman, tala nú ekki um líka útaf því að ég kemst ekki í world class á meðan. Myndi ábbyggilega drukkna ef ég reyndi það ;) Vonum bara að það komi ekki niður á viktinni minni ;)
posted by Latur Bloggari @ 07:27   0 comments
mánudagur, október 10, 2005
Löglegur vigtardagur
Jæja í dag er mánudagur og þá stíg ég á viktina og uppfæri teljarann minn. Ég get með stolti sagt að ég hef verið dugleg þessa vikuna :) 2,5 kíló farin í viðbót :D

Annars er lítið að frétta, gerist ekki mikið annað en skóli og vinna á þessu heimili. Að vísu er Teddi búinn að vera heima síðan á fimmtudag, hann er með svo ljótan hósta að við ákváðum að halda honum inni, ætlum að sjá til hvort hann fari á leikskólann á morgun.
Það er að byrja smá törn í skólanum hjá mér. Framundan á næstu 4 vikum eru 1 ritgerðarskil (gildir 40%), 1 verkefnaskil (gildir 15%) og 2 próf (annað gildir 50% og hitt 25%). Þannig að ég kem til með að hafa meira en nóg að gera.
posted by Latur Bloggari @ 13:01   0 comments
mánudagur, október 03, 2005
Fékk sukk helgarinnar í bakið
Jæja ég var kannski of dugleg í "ruslinu" um helgina og þyngdist um 600 grömm. Verð bara að vera dugleg í þessari viku og næstu helgi til að bæta þetta upp. Er að spá í að fara í viðtal við næringarráðgjafa og fá hann til að hjálpa mér aðeins með mataræðið. Ef það heppnast vel ættu kílóin að fara að fjúka :p

Við vorum með innflutningspartý á laugardaginn, buðum 30 manns og aðeins 8 mættu, þar af 2 óboðnir. Ekkert smá fyndið hvað allir voru uppteknir. Þetta var nú samt bara rólegt og fínt og held ég að gestir hafi verið nokkuð ánægðir.

Jæja annars ætlaði ég ekkert að stoppa hérna, það bíða mín 4 bónuspokar sem ég á eftir að ganga frá úr.
posted by Latur Bloggari @ 16:49   0 comments
laugardagur, október 01, 2005
Er ekki bannað að klukka oft :p
Jæja það er búið að klukka mig 2svar í viðbót og ætla ég að skella því saman í eitt og sleppa því að klukka fleiri.

1. Ég er bókaormur dauðans og hef mjög gaman af því.

2. Ég hef æft 4 íþróttir, hokkí, fótbolta, karate og frjálsar.

3. Ég fer í World Class 5 sinnum í viku, og hef lést um 4 kíló á jafn mörgum vikum.

4. Ég er full time fósturmamma.

5. Uppáhalds maturinn minn er kjötsúpa.

Jæja annars er ekkert rosalega mikið að frétta, lífið snýst um skóla, vinnu, svefn, world class og fjölskylduna.
posted by Latur Bloggari @ 12:21   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER