Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
sunnudagur, mars 28, 2004
Annríki undanfarið
Jæja loksins kom mikið af fiski og því mikið að gera í vinnunni. Ég vann til klukkan 7 á fimmtudaginn, tuttugu mínútur yfir 7 á föstudaginn (allt frá 11 um morguninn í yfirvinnu) og tók svo næturvakt í gær (mætti klukkan 8 í gærkvöldi og kom heim klukkan 5 í morgun). Þannig að launin hækka nú soldið hjá manni.

Núna erum við að njóta þess að hafa unnið eins og vitleysingar í síðustu viku. Fórum í bæinn að versla. Ég ætlaði að kaupa mér buxur en endaði með skó (síðast þegar ég verslaði einhverja flík þá ætlaði ég að kaupa mér bol eða skyrtu en kom heim með buxur). Fórum sko á markaðinn í Perlunni og ég keypti íþróttaskó á 4000 kall (kostuðu áður 8990), kjarakaup! Svo var farið í smáralind og borðað á burger king, nokkuð góðir borgarar þar. Svo keyptum við tóma geisladiska í office1. Svo fórum við í rúmfatalagerinn og keyptum skál, batterý og sokka. Svo nottla vikulega ferðin í bónus. Útkoman er bara nokkuð góður dagur hjá okkur ;)
posted by Latur Bloggari @ 19:58   0 comments
föstudagur, mars 26, 2004
Hmmm... ætli það sé ástæða fyrir því að ég er hjá sála :)
DisorderRating
Paranoid:High
Schizoid:High
Schizotypal:Moderate
Antisocial:Low
Borderline:Moderate
Histrionic:Low
Narcissistic:Moderate
Avoidant:High
Dependent:High
Obsessive-Compulsive:High

-- Personality Disorder Test - Take It! --

posted by Latur Bloggari @ 19:36   0 comments
laugardagur, mars 20, 2004
Mikil vinna ;)
Vá hvað ég var dugleg á fimmtudaginn. Ég mætti í vinnuna klukkan 7 og vann til klukkan 5 morguninn eftir, vann semsagt í 22 tíma, mínus hádegis og kvöldmatur. Þarna fæ ég alveg heila 12 yfirvinnutíma! Reyndar er ástandið á höndunum og öxlunum mínum ekkert rosalega gott eftir þetta. Stóð allan daginn og reif niður plastfilmu sem var sett í öskjur. Svo voru þær öskjur settar í pönnur og loðnuhrognum pakkað í það. Held það hafi aldrei áður verið svona gott að leggjast í bólið!

Hey gleymdi gleðitíðindunum! MR er úr leik í Gettu betur!!!!!!! Djöfull var það magnað ;) Mikið að þeir töpuðu, búnir að vinna þetta of oft.

posted by Latur Bloggari @ 19:03   0 comments
miðvikudagur, mars 17, 2004
Allt í plús
Mikið rosalega er gaman að vera laus við yfirdráttarheimildina... held ég sé búin að vera með yfirdráttarheimild síðan ég var í 2. bekk í MA. Það er nú soldið langur tími!

Hræðilegt þetta slys á Selfossi. Síðan hvenær á fólk skammbyssu með hljóðdeyfi og til hvers á fólk skammbyssu með hljóðdeyfi. Maður sér alltaf fyrir sér leigumorðingja og spæjara þegar maður hugsar um skammbyssur með hljóðdeyfi. En að manneskjan skuli ekki passa betur upp á byssuna. Enda fær þessi manneskja vonandi dóm fyrir þetta. Pælið svo í greyið krökkunum sem voru svona óheppnir að verða vitni að þessu og hvað þá sá sem skaut. Það segir í fréttum að hann hafi verði skotinn í höfuðið, pælið í því, þetta hefur sennilega verið soldið subbulegt. Það er bara vonandi að allir læri af þessu og geymi byssurnar sínar á vísum stað og skotin annars staðar.
posted by Latur Bloggari @ 18:04   0 comments
sunnudagur, mars 14, 2004
Æðisleg helgi
Þessi helgi var hreint út sagt yndisleg og frábær!

Í gær var haldið upp á afmælið hennar mömmu, en hún varð 50 ára þann 7. mars síðastliðinn. Mamma byrjaði daginn í gær á því að fara í andlits og herðanudd og litun og plokkun og förðun og alles. Svo kom hún heim og haldið var kaffiboð fyrir hana. Þetta gáfum við henni í afmælisgjöf. Rosalega gaman að hitta alla ættingjana, ekki oft sem sollis er.
Svo um kvöldið fórum við systkynin, mamma og pabbi og amma út að borða á Skólabrú. Ég fékk mér lauksúpu í forrétt, nautapiparsteik í aðalrétt og ís í eftirrétt. Tommi fékk sér brokkolísúpu í forrétt, skötusel í aðalrétt og engan eftirrétt. Þetta var alveg geggjaður matur.
Það var mikið hlegið yfir matnum, Lilja systir var svo óheppin að sulla sósu yfir sig alla og var svo rosalega orðheppin að segja að hún "þyrfti að ná úr henni" um leið og hún byrjaði að reyna að skola úr skyrtunni með munnþurrkunni og vatni úr vatnsglasinu sínu. Amma gamla varð miðpunkturinn líka þegar hún misheyrði þegar pabbi sagði heimalagaður ís, þá hváði í þeirri gömlu "ha, remúlaðiís"... bara fyndið og mikið hlegið.

Í dag var svo farið á háskólakynningu og safnað bæklingum. Varð alveg steinhissa þegar mér var tilkynnt að ég gæti ekki fengið námsskrá á prenti nema ég myndi borga heilan þúsund kall fyrir hana! Góð sparnaðarleið.
Svo fórum við í barnaafmæli, hann Elías Hrafn varð 2ja ára þann 4. mars. Fórum bara í Hagkaup og keyptum á hann flottar íþróttabuxur, hann verður sko alger töffari!!! ;)

Þannig að þessi helgi var bara frábær í alla staði!
posted by Latur Bloggari @ 22:15   0 comments
miðvikudagur, mars 10, 2004
Fjárhagurinn sennilega að lagast ;)
Ég hringdi í bankann í dag og talaði við þjónustufulltrúann minn... niðurstaðan er sú að ég tek lán fyrir öllum skuldunum mínum og lækka greiðslubyrðina um ca. 15 þús á mánuði. Það er nokkuð gott :)

Fjórar vinkonur mínar komu í heimsókn á sunnudaginn, það var ógeðslega gaman að hitta þær og hefur góð áhrif á sálina. Við buðum þeim í mat og steiktum barasta hamborgara fyrir þær. Held þær hafi bara verið nokkuð ánægðar með það. Svo nottla fékk maður update á slúðri og sollis. Ekkert sem þýðir að birta hér.

Enn erum við barnlaus og það er bara ágætt. Ekki það að ég hafi mikið á móti því að hafa Tedda. Bara gott að geta slappað smá af. Enda er þetta soldið skrýtið að hafa hann ekki til að hugsa um. En hann er bara mjög sáttur hjá ömmu sinni og afa.

Á laugardaginn verðum við í bænum, það á að halda upp á afmælið hennar mömmu. Það verðu gert með kökuveislu að degi til og út að borða um kvöldið. Hlakka ekkert smá mikið til þess. ;)
posted by Latur Bloggari @ 19:09   0 comments
föstudagur, mars 05, 2004
Barnlaus
Vá hvað þetta verður skrítið. Við erum barnlaus um helgina og næstu viku... þetta verður sko tómlegt. En það hentar okkur sennilega bara þrusuvel því það stendur til að fara að vinna loðnuhrogn í vinnunni. Það þýðir yfirvinna :) Ekkert slæmt um það að segja ;)

Í gær horfðum við á Verzló rústa FVA í gettu betur. Var geðveikt stolt af sjálfri mér fyrir það að ég hefði fengið 3 stig fyrir vísbendingaspurningu sem verzló fékk bara 2 stig fyrir. ;) Ég er nebblega stundum soldið klár.

Svo er ég að spá í að fá Tomma til að horfa á Gothika með mér í kvöld... það þýðir stress hjá mér! ;)
posted by Latur Bloggari @ 19:40   0 comments
þriðjudagur, mars 02, 2004
Góðar fréttir
Ég fékk meiriháttar fréttir áðan.

Það kom í ljós í krufningu á frænda mínum (þessum sem átti heima í Svíþjóð) að hann fyrirfór sér ekki, heldur hafði hann fengið slæma lungnabólgu sem gerði það að verkum að hann fékk blóðtappa sem varð hans banamein. Fjölskyldan er líka alveg rosalega ánægð með það, léttir mikið á öllum :)
posted by Latur Bloggari @ 18:33   0 comments
mánudagur, mars 01, 2004
Ég endurtek, ég er snillingur!
Ég nottla pantaði mér miða á Korn (aðallega svona í fikteríi) og mér tókst að selja hann á 6500 :) sem þýðir að ég græði 2000 kall ;) ekki slæmt það!
posted by Latur Bloggari @ 22:35   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER