Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
miðvikudagur, janúar 28, 2009
Þetta er stolin saga en vá hvað það er mikið til í þessu!
Góð saga til að lýsa flóknum hugarheim kvendýrsins!

Segjum sem svo að það sé maður sem heitir jón og hann er hrifin af konu sem heitir sigga. Hann býður henni í bíó; hún þiggur boðið; þau skemmta sér bara nokkuð vel saman. Nokkrum kvöldum seinna býður hann henni út að borða, og aftur skemmta þau sér vel. Þau halda áfram að hitta hvort annað reglulega og brátt eru þau hvorugt að hitta neinn annan.


Og svo eitt kvöldið þegar þau eru að keyra heim. fattar sigga og án þess að hugsa neitt nánar út í það segjir hún upphátt: gerir þú þér grein fyrir þvi að í kvöld erum við búin að vera að hittast nákvæmlega í 6 mánuði?


Og svo verður þögn í bílnum.


Fyrir siggu hljómar þetta sem mjög hávær þögn. Hún hugsar með sér: ætli þetta hafi komið illa við hann, að ég skyldi hafa minnst á þetta. Kannski hann finnist hann bundin sambandi okkar, kannski honum finnist ég vera að pressa hann í einhverj skuldbindingu sem hann vill ekki, kannski er hann ekki viss.


Jón er að hugsa: Vá sex mánuðir


Og sigga hugsar: en hey kannski er ég barasta ekkert viss heldur hvort þetta sé eitthvað samband sem ég kæri mig um. stundum myndi ég vilja smá meira rými fyrir mig, svo ég gæti fengið tíma til að sjá hvort þetta samband sé það sem ég virkilega vil, hvort ég virkilega vilji láta okkur halda áfram að lalla svona áfram, ég meina hvert erum við að fara? Komum við til með að halda áfram hitta hvort annað svona af og til, er þessi innileiki málið? Erum við á leið í átt að trúlofun, giftingu, eigum við eftir að eignast börn saman? Munum við vera saman það sem eftir er lífisins? Er ég tilbúin fyrir slíka skuldbindingu? Þekki ég þennan mann eitthvað í raun og veru?


Og jón er að hugsa:.... okey þetta þýðir að það var... látum okkur nú sjá.. febrúar... þegar við byrjuðum að deita, sem var rétt eftir að ég fór með bílinn í umboðið, sem þýðir... best að kíkja á kílómetramælinn... nei vá ég langt komin yfir tíma í smurningu og olíuskiptingu.


Sigga er sko ekkert hætt að hugsa: hann er í uppnámi, ég sé það á andlitinu á honum. Kannski ég er að lesa algera vitleysu í þetta. Kannski vill hann meira útúr sambandinu okkar, meiri innileika, meiri skuldbindingu. Kannski fann hann það á sér löngu áður en ég fann það að honum finnst ég hafa dregið mig í hlé. Já ég þori að veðja að það sé málið. Þess vegna er hann svona ófús að tjá sig um tilfinningarnar sínar, hann er hræddur um að verða hafnað.


Jón hugsar: ég þarf líka að láta kíkja yfir gírkassann aftur. Mér er alveg sama hvað þessir hálfvitar segja, það er enn eitthvað að skiftingunni. Og það er eins gott að þeir reyni ekki að kenna kalda veðrinu í þetta skiptið. Hvaða kalda veður það er 20 stiga hiti úti. Og þessi skipting er eins og á ruslabíl. Og ég borgaði þessum fjandans svikahröppum 20.000 kall.


Sigga hugsar enn: hann er reiður. Æ ég get svosem skilið það. Ég væri líka reið. Æ ég er með ekkert smá samviskubit að láta hann ganga í gegnum þetta, en ég stjórna því ekki hvernig mér líður, ég er bara ekki viss.


Og jón hugsar: þeir segjast svo örugglega bara ábyrgjast viðgerðina 90 daga eftir komuna... fávitar.


Og Sigga: kannski er ég bara of mikil draumóramanneskja. Að bíða eftir einhverjum riddara á hvítum hesti, meðan ég er með fullkomlega indælan mann við hliðina á mér.manneskju sem ég nýt þess að vera með, manni sem mér þykir virkilega vænt um. Sem virðist líka þykja mikið til mín koma. Manneskja sem þjáist núna útaf minni eigin sjáfselsku skólastelpu fantasíu.


Jón hugsar: ábyrgð, þeir vilja sjá ábyrgðarskirteini, ég skal gefa þeim þetta helvítis ábyrgðarskirteini, ég tek helvítis skirteinið þeirra og sting því beint uppí....


jón segjir sigga upphátt


Jóni bregður hvað


gerðu Það ekki vera að pína þig svona segjir hún með tárin í augunum. ég hefði örugglega aldrei átt... ó jesús mér líður bara svo... (hún brotnar niður byrjar að gráta)


hvað? segjir Jón


ég er bara soddan kjáni, stynur sigga upp. ég meina, ég veit það er enginn riddari, ég veit það alveg, þetta er kjánalegt. Það er engin riddari og það er enginn hestur.


það er enginn hestur? segir jón


þú heldur að ég sé alger kjáni, er það ekki? snöktir sigga


nei! segjir hann, feginn að geta loksins gefið ,,rétt,, svar


Það er bara að... að sko ég þarf smá tíma, segjir sigga( það er 15 sekundu pása meðan jón hugsar eins hratt og hann getur að öruggu svari. Loks dettur honum eitt í hug sem hann heldur að geti virkað)


já stynur hann upp (sigga djúpt snortin, tekur um höndina hans)


oh jón ertu alveg viss, finnst þér það í alvöru?


Finnst mér hvað jón stynur ráðviltur


Um tímann


Ohh segir jón já ( sigga starir djupt i augu hans, hann verður virkiega nervös um hvað hún mun segja næst sérstaklega ef það er eitthvað um hesta. Loksins talar hún.)


Takk jón


Þakka þer segjir hann

Svo keyrir hann hana heim, hún leggst í rúmið, ráðvillt og pínd sál, grætur alla nóttina. jón fer hins vegar heim til sín opnar poka af doritos, kveikir á sjónvarpinu, og um leið sekkur hann í endursýningu af fótbolta leik þriðjudeildarliðs sem hann hefur aldrei heyrt um. Pínu rödd langt langt inní innsta rými huga hans segjir honum að eitthvað stórt skeði í bílnum en þar sem hann getur ekki fyrir sitt litla líf skilið hvað. þá hann sleppir því bara að hugsa um það.


Næsta dag sigga mun hringja í ALLAR bestu vinkonur sínar, og þær munu tala um þessa stöðu í sex heila klukkutíma non stop. Í nákvæmum smáatriðum. Þær munu skilgreina og anelísera allt sem hann sagði hvernig hann sagði það í hvaða tón, svip. Það sem hann sagði, hún sagði, hann sagði. Aftur og aftur og aftur leitandi að merkingu í hverri hreyfinu, setningu orði. Þær munu halda áfam að ræða þetta af og til í margar vikur, jafnvel mánuði án þess nokkurntíman komast að almennilegri niðurstöðu, en fá aldrei leið á því heldur.

Á sama tíma , jón, meðan hann spilar körfubolta einn daginn með sameiginlegum vini hans og siggu. Rétt áður en hann kastar boltanum grettir sig hikar og spyr palli átti sigga einhverntíman hest?

hahahaha... boðskapur... hömm spái í því seinna þetta er bara svo innilega satt
posted by Latur Bloggari @ 11:35   0 comments
þriðjudagur, janúar 27, 2009
Bjó til dagbókarblogg
Ég var að búa til nýtt blogg sem ég ætla að nota til að skrá inn hreyfingu, mælingar, árangur og allt þannig slíkt. Einnig set ég inn myndir þar og annað. Hins vegar ætla ég að hafa það læst þannig að það geti ekki hver sem er farið þar inn.

Slóðin er hugborganna.blog.is og verður virk frá og með næstu viku.
posted by Latur Bloggari @ 16:10   0 comments
mánudagur, janúar 19, 2009
pælingar
Ég er að spá í að byrja að blogga aftur vikulega um það hvernig mér gengur í rækt og öðru og ég veit ekki alveg hvort ég eigi að gera það á þessu bloggi eða öðru. Svo er ég að íhuga að breyta útlitinu á blogginu... það gæti verið smá föndur og vandamál eins og flest önnur skipti sem ég breyti um útlit.
posted by Latur Bloggari @ 12:43   2 comments
sunnudagur, janúar 18, 2009
ársuppgjör
Jæja er ekki við hæfi að gera upp liðið ár.

Janúar - Byrjaði ekkert svakalega vel, allt í mínus og fúlt. Hitti vissan botn og ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Tók ákvörðun um að sækja um dvöl í O-hóp í Hveragerði.
Febrúar - Læknirinn sendi af stað beiðni í Hveragerði, fór í blóðprufur og litu þær að mestu leiti vel út. Eina neikvæða var að skjaldkirtillinn er ekki alveg nógu starfhæfur. Eignaðist litla frænku þann 11. feb.
Mars - Fékk að vita að ég færi í Hveragerði á öðrum í páskum. Mætti þar alveg dauðstressuð og alveg viss um að þetta yrði ömurlegt. Hitti fullt af frábæru fólki þarna.
Apríl - kláraði Hveragerði og fór heim allt önnur manneskja og sex kílóum léttari. Fór í atvinnuviðtal hjá Símanum og rokkaði það feitt. Við mamma og pabbi gengum frá kaupum á íbúð í Kópavoginum.
Maí - fékk að vita að ég fengi vinnu hjá Símanum og var mjög sátt við það. Fór með 10. bekkinn á Þórshöfn í vikuferð til Danmerkur. Það var geðveikt gaman.
Júní - flutti suður, bjó fyrst hjá Birki og Kæju, svo stutta stund á sófanum hjá Mæju. Fengum íbúðina seinni part í júní og fluttum inn. Byrjaði að vinna hjá Símanum.
Júlí - atburðalítill júlí þetta árið, var að vinna og naut þess að vera í nýju vinnunni.
Ágúst - endurkomuvika í Hveragerði. Var búin að þyngjast um 1 kg á þessum mánuðum en var fljót að snúa blaðinu við. Léttist um 1 og hálft kg á þessari viku.
September - ekki mikið um að vera í september, ekkert sem mig rekur minni í eins og er.
Október - afmælismánuðurinn... held það sé nokkurn veginn það eina merkilega í mínu lífi. Tjah nema maður nefni þjóðfélagsástandið.
Nóvember - Vann verðlaun fyrir það að vera jákvæðasti einstaklingurinn í heilsuátakinu í Kringlu búðinni. Geggjað gaman.
Desember - vann yfir mig í vinnunni og átti lítið frí. En þetta var samt svakalega gaman

Allt í allt var árið stórfínt, ég sneri miklu við í mínu lífi og það er mjög langt síðan ég hef verið eins sátt við sjálfa mig og ég er í dag. Ég er ca. 8-10 kg léttari en í upphafi síðasta árs og er stefnan tekin á að halda þessu áfram. Ég er enn örugg í vinnunni minni, en eins og allir aðrir þá veit ég ekki hve lengi það endist. Í næsta mánuði byrja ég að vinna í búðinni í Smáralindinni. Þá er planið að fara alltaf í ræktina áður en ég mæti í vinnuna því vinnutíminn þar er 11-19 í stað 10-18:30. Þá er passlegt að fara í World Class í turninum fyrir vinnu. Svo er minni kostnaður við bensínið þegar maður er að vinna svona nálægt heimilinu.
posted by Latur Bloggari @ 20:52   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER