Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
föstudagur, júní 24, 2005
Vinna
Jæja ætli það sé ekki best að rita niður nokkur orð um það sem er í gangi hér á bæ. Við erum að vinna alveg helling, Tommi á næturvöktum og ég á dagvöktum. Þannig að við sjáumst ca. 2 tíma á dag. Mamma og pabbi eru í heimsókn hjá Sóldísi frænku á Flórída þannig að við erum að passa hana Dögg og fylgdi bíll með, allir hér halda að við séum komin á nýjan bíl og búin að fá okkur hund :þ
Nú er það nokkurn veginn komið á hreing að við flytjum í bæinn í haust. Erum byrjuð að leita að leiguíbúð og erum meira að segja að fara að skoða eina á morgun. Einnig er búið að sækja um leikskólapláss fyrir Tedda.
posted by Latur Bloggari @ 12:12   0 comments
miðvikudagur, júní 15, 2005
hver verður númer 4444
Endilega láta mig vita ;)
posted by Latur Bloggari @ 22:33   0 comments
I´m SO bored
Úff hvað mér leiðist, hef setið ein heima nánast öll kvöld síðustu 3 vikur. Reyndar ekki alveg ein, en Teddi fer að sofa klukkan níu þannig að ég hef ekki félagsskap eftir það. Enda er ég búin að horfa á fyrstu 2 seríurnar af Sex and the City, fimmtu seríu af Gilmore Girls (verður sýnd hér næsta vetur) og aðra seríu af The O.C. (veit ekki alveg hvenær hún verður sýnd hér). Hehe ég veit ég er kelling ;o)

Við erum farin að athuga með leiguíbúðir í bænum og erum kannski að fara að skoða íbúð á helginni. Ég er alveg rosalega spennt fyrir því að flytja í bæinn. Einna helst væri ég þó til í að kaupa mér íbúð í bænum en fjármálin leyfa það sennilega ekki næstu árin :oS

Þessa dagana erum við með hund á heimilinu, erum nefnilega að passa hana Dögg fyrir pabba og mömmu á meðan þau njóta lífsins í heimsókn hjá Sóldísi frænku sem býr í Flórída. Hundinum fylgdi bíll, þannig að við erum á 2 bílum. Áðan var ég að hreinsa búrið hjá hamstrinum og skellti honum því í kúluna sína. Þurfti þó að bjarga honum fljótlega því Dögg hélt að þetta væri bolti og var farin að ýta honum um alla íbúð. Það kom sko skelkaður hamstur úr kúlunni. Svo munaði nú ekki miklu að hún næði að glefsa í hann, enda skiljanlegt.
posted by Latur Bloggari @ 22:26   0 comments
miðvikudagur, júní 08, 2005
allar einkunnir komnar
Jæja þá eru einkunnirnar búnar að skila sér:

Bandarísk menningarsaga - 6,5 - nokkuð sátt miðað við hve lítið var lesið.
Ritþjálfun 2 - 7,5 - mjög sátt miðað við arfaslaka síðustu ritgerð.
Ensk málsaga - 7,5 - sátt því ég las ekkert rosalega mikið í vetur.
Ensk málfræði - 9 - mjög ánægð, lærði í 2 daga fyrir prófið og þetta var útkoman.

Þetta skilar meðaleinkunn upp á 7,6 og ég er mjög sátt við það. Svo er bara að vera duglegur og massa þessi 2 próf sem eru í ágúst.

Í dag var Skarpi jarðaður, stútfull kirkja af fólki. Meira að segja þurftu margir að standa, þar á meðal ég. Falleg athöfn.
posted by Latur Bloggari @ 19:58   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER