fimmtudagur, júlí 08, 2004 |
Næturvaktir og svefnleysi |
Þegar ég mætti í vinnuna á mánudaginn, dauðþreytt eftir tónleika kvöldsins áður, hugsaði ég ekki um neitt annað en það hve gott yrði að leggjast í bólið um kvöldið. Ekki varð sú ósk uppfyllt fyrr en morguninn eftir. Tommi fékk þá í vinnunni til þess að leyfa mér að fara á næturvaktir. Í dag er ég búin að vera á 3 næturvöktum og er að venjast. Það verður hinsvegar erfið nótt í nótt og sennilega aðra nótt.
Það er verið að skipta um glugga í sameigninni hjá okkur og það þýðir læti. Ég var búin að sofa í klukkutíma þegar þeir byrjuðu í morgun. Dottaði að vísu inn á milli, en það var ekki góður svefn. Þegar Tommi kom í hádeginu sat ég frammi með honum og sofnaði ekki aftur fyrr en klukkan 1. En eins og áður þá var það ekki góður svefn.
Það sem verra er að þeir verða hérna aftur á morgun. Ég fæ því heldur ekki almennilegan svefn þá. Svo á helginni þarf ég að snúa sólarhringnum tvisvar. Ég verð í fríi aðfararnótt sunnudags og verð heima með Tedda þá og þarf svo að fara að vinna aðfararnótt mánudags.
Þannig að það eru þreyttir tímar framundan! |
posted by Latur Bloggari @ 17:12 |
|
|
mánudagur, júlí 05, 2004 |
Metallica |
Jæja þá eru Metallica tónleikarnir búnir... þetta var geðveikt! Ógeðslega mikið fólk, ógeðslega heitt, ógeðslega mikill raki... en þetta var alveg þess virði og ríflega það! Svo bjóst maður við að hitta engann sem maður þekkir, en ég hitti óvenju marga og sá helling af fólki sem ég kannast við. Sem dæmi má nefna þá hitti/sá ég vini/kunningja, vinnufélaga, póstmenn, ættingja, fólk sem tengist fjölskyldunni á annan hátt, raufarhafnarbúa og gamla skólafélaga. Upphitunarhljómsveitirnar voru svona lala og var mikill biðtími á milli upphitunarhljómsveita og líka áður en Metallica byrjaði.
En maður kemur sko aldrei til með að sjá eftir því að hafa farið á þessa tónleika. Alveg hin tærasta snilld! |
posted by Latur Bloggari @ 07:20 |
|
|
föstudagur, júlí 02, 2004 |
Skóli here I come |
Jæja ætlaði bara að tilkynna ykkur um það að bæði ég og Tommi erum á leiðinni í skólann í haust. Þeir fundu enga ástæðu til að halda okkur úti þannig að við barasta fengum jákvæð viðbrögð ;)
Eina sem gæti orðið til þess að við færum ekki skólann er það að við hefðum alls ekki efni á að borga innritunargjaldið. En það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu :) |
posted by Latur Bloggari @ 16:44 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|