föstudagur, júní 29, 2007 |
Dugnaður |
jíha, mér tókst að synda kílómeter án þess að stoppa. Enda held ég að fólk í kringum mig hafi haldið að ég væri að verða geðveik. Verkið tók alveg heilar 40 mínútur :$ en maður hefur þá eitthvað til að bæta :p Ég er á leiðinni norður yfir helgina, ætla að hafa það notalegt þar og skoða hund í leiðinni. Ef allt gengur upp, þá fæ ég hundinn þegar ég flyt norður. Einkaþjálfarinn var í fríi bæði á miðvikudag og í dag, þannig að þetta hefur ekki verið eins erfið vika og vikan á undan. Hef samt verið nokkuð dugleg við að passa mataræðið og hlakka ég til að sjá hvort það sé ekki einhver árangur af því ;) |
posted by Latur Bloggari @ 09:13 |
|
|
sunnudagur, júní 24, 2007 |
Update |
Jæja kominn tími á færslu ;)
Ég er enn á fullu í vinnunni sem er að gera útaf við mig, er einhvern veginn að nenna því að vinna þessa dagana. En kemst í frí eftir 2 vikur og fer út eftir 3 vikur :o) Þá fer ég til Barcelona í 4 daga og hlakka svakalega mikið til :o)
Ég flyt norður um miðjan ágúst og það verður bara gaman. Er eiginlega alveg búin að ákveða að fá mér hund um leið og ég fer norður. Ætla að kaupa mér Chihuahua hund og hlakka svakalega til.
Ég er byrjuð hjá einkaþjálfara og verð hjá henni í einn mánuð. Nú þegar er ég komin með svakaleg strengi og bara búin að fara í tvo tíma ;o) Og verð að vera dugleg að passa mataræðið mitt ;o) |
posted by Latur Bloggari @ 02:56 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|