sunnudagur, febrúar 29, 2004 |
Upplyfting |
Jæja þá er síðan mín að verða tilbúin. Meira að segja komin með gestabók! ;)
Það er minn dagur í dag til að vakna með Tedda, hann vaknaði klukkan 6 í morgun og ég held ég hafi náð því í gegn að hann sofnaði aftur. Hugsa að ég leggist svo bara upp í sófa og lesi, því ekki get ég fyrir mitt litla líf sofnað aftur :(
Ég skil ekkert í því afhverju hann er vaknaður svona snemma, hann sofnaði ekki fyrr en rúmlega 10 í gærkvöldi, þannig að þetta var bara 7 tíma svefn hjá honum. Ekki alveg að fatta þetta sko. |
posted by Latur Bloggari @ 07:16 |
|
|
föstudagur, febrúar 27, 2004 |
Djöfullinn!!! |
Ohhh hvað ég er fúl yfir Gettu Betur, þetta munaði SVO litlu hjá MH-ingum. Annars vissi ég ekki að Russell Crowe væri frá Nýja Sjálandi, alltaf bara heyrt um að hann sé frá Ástralíu. Það hefði verið SVO gaman að sjá MR detta út núna, maður hefði sko hlegið sig máttlausan!
Í dag vorum við bæði að vinna lengur, en fyrir þá sem ekki vita þá eigum við að vera búin að vinna klukkan 11 á föstudögum, allt þar á eftir er í yfirvinnu. Það er geðveikt þæginlegt sko. Ég var að vinna til hálf 5 og Tommi er enn að vinna og klukkan er 18:03 þegar ég skrifa þetta ;) |
posted by Latur Bloggari @ 18:01 |
|
|
þriðjudagur, febrúar 24, 2004 |
Upplyfting komin langt... |
Endurbygging síðunnar er langt komin. Á aðallega eftir að setja inn tengla og fínpússa. Kannski maður fikti aðeins í litum... en annars held ég að ég læri af reynslunni og fikti ekki of mikið :) |
posted by Latur Bloggari @ 22:14 |
|
|
|
Kvef!!! |
Ég hata kvef!!! Held ég sé búin að vera kvefuð í allan vetur. Með því fylgir reglulega hálsbólga og eintóm leiðindi. Þannig að þessa dagana er ég að hnerra ca. 5-10 sinnum á dag og hósta þess á milli. Enda held ég að það sé ansi skrautlegt að sjá mig í vinnunni, þar stend ég og snyrti bolfisk og sný mér oft við til að hósta og hnerra. Hef sko ekki alveg lyst á því að gera þetta yfir fiskinn. |
posted by Latur Bloggari @ 21:30 |
|
|
mánudagur, febrúar 23, 2004 |
Ég er snillingur!!! |
Jæja ég er búin að laga það sem var að. Var nebblega að fikta svolítið í tölvunni um daginn... (hmmm... kannski ég ætti að fara að læra af reynslunni) ...og breytti einhverjum stillingum sem gerði það að verkum að blogger og ýmsar aðrar síður fóru að hegða sér undarlega. Lagaði þetta í dag þannig að bloggið mitt er endurvakið og búið að fara í lýtaaðgerð... (er það ekki í tísku í dag). |
posted by Latur Bloggari @ 20:20 |
|
|
|
|
hmmm... er sennilega búin að finna hvað var að !!! |
posted by Latur Bloggari @ 17:39 |
|
|
|
|
aðeins að prófa þetta! ;) |
posted by Latur Bloggari @ 17:26 |
|
|
föstudagur, febrúar 20, 2004 |
|
Þar sem blogger hefur eitthvað á móti mér, þá hef ég ákveðið að færa bloggið mitt... er nú þegar búin að þurfa að eyða öllu mínu í tilraun til að reyna að laga þetta allt saman.
Að vísu þoli ég ekki nýja staðinn, ekki eins meðfærilegt... en maður verður að redda sér... ætla reyndar að halda þessari addressu opinni til þess að geta mögulega notað þetta, þ.e. ef blogger lagast einhvern tímann!
Jæja hérna er nýja slóðin ;) |
posted by Latur Bloggari @ 18:25 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|