þriðjudagur, desember 27, 2005 |
vigtin enn og aftur |
fór í ræktina í morgun og er hálfu kílói þyngri en í síðustu viku. Sem er bara nokkuð lítið miðað við átið á manni síðustu þrjá daga ;) |
posted by Latur Bloggari @ 11:41 |
|
|
mánudagur, desember 26, 2005 |
Gleðileg Jól |
jæja þá eru enn ein jólin langt komin. Maður hefur haft það gott hérna heima og étið á sig gat. Það komu alveg heill hellingur af pökkum hér inn á þetta heimili. Tommi gaf mér hárblásara :D Stærstu gjöfina fékk ég þó fyrir jólin, en ég fæ að halda áfram á næsta námskeiði í world class, var fyrst til að skrá mig á það ;) Hlakka mikið til, því að ég veit að ég get gert betur en á síðasta námskeiði, þannig að allt stefnir í það að ég verði spengileg og flott næsta sumar :p |
posted by Latur Bloggari @ 11:58 |
|
|
miðvikudagur, desember 21, 2005 |
Minns er ánægður |
Jæja þá var síðasta vigtun í námskeiðinu í dag. Allt í allt léttist ég um 4 kíló, missti 8 cm af mittinu og 10% í fitu. Ég er mjög sátt :D
Í dag fór ég líka í síðasta prófið á þessu misseri, held ég nái því, tjah eða vona það innilega. |
posted by Latur Bloggari @ 17:28 |
|
|
föstudagur, desember 16, 2005 |
úff og púff |
Ég er svo innilega að rústa prófunum mínum... er einhver asnaleg hugsunarvilla í gangi hjá mér... á erfitt með að læra því ég er viss um að standa mig hvort sem er ekki vel! Ég hef ekki sinnt skólanum sem skyldi núna í haust og er að finna fyrir því núna þessa dagana. Er að vísu komin með einkunn í kúrs sem hafði ekkert lokapróf, þar fékk ég 7. En það var líka eini kúrsinn sem ég sinnti eitthvað af ráði. Er búin að fara í eitt próf, það getur farið á báða vegu. Svo er annað próf á morgun og það þriðja á miðvikudaginn. Ég efast um velgengni í prófinu sem er á morgun því að þar er ég að taka 100% próf í stað þess að vera búin að taka 50% af því áður. Þannig að ég er með viðbjóðslega mikið lesefni sem ég er ekki búin að lesa. Ætla samt að reyna mitt besta :) |
posted by Latur Bloggari @ 14:00 |
|
|
mánudagur, desember 12, 2005 |
úbbsadeisí |
Jæja ég hef ekki verið of dugleg við að fylgjast með mataræðinu síðustu vikuna. Læt mér þetta að kenningu verða því ég er búin að þyngjast um kíló :(
Annars er ég bara að reyna að vera dugleg að læra undir próf, það gengur nú svona upp og ofan. Fannst mikið meira gaman að fara í jólagjafaleiðangur og að setja upp jólaseríur á helginni. En núna bara verð ég að sitja við bækurnar dag og nótt, því ég er í prófi 15., 17. og 21. já þið lásuð rétt, síðasta prófið er ekki fyrr en 21. og er ég MJÖG ósátt við það. Sérstaklega því ég verð að vinna svo 22., 23. og kannski 24. |
posted by Latur Bloggari @ 09:57 |
|
|
miðvikudagur, desember 07, 2005 |
komið í lag |
Þá er komin uppfærsla á tölum hjá mér, þyngdist um 100 grömm, sem er nú ekki mikið miðað við helgin var viðbjóðslega sveitt hvað mat varðar. Meira að segja stalst ég til þess að borða nammi alla dagana :( En maður tekur bara á því og gerir betur næst ;) |
posted by Latur Bloggari @ 09:12 |
|
|
mánudagur, desember 05, 2005 |
World Class |
Ég þoli ekki eitt í sambandi við World Class. Nú er þetta nokkuð stórt fyrirtæki með ansi marga kúnna. Þessvegna hefði maður haldið að þeir hefðu efni á því að vera með almennilega vigt í klefunum hjá sér. Síðan ég byrjaði að stunda þessa stöð (þ.e. Laugar) í haust, hefur vigtin bara virkað stundum. Núna upp á síðkastið hefur hún bara yfir höfuð ekki virkað og er ég búin að kvarta undan þessu við fólk þarna. Þannig að vigtartalan mín uppfærist ekki í dag. Vonandi kemst ég á vigtina á morgun í staðinn. |
posted by Latur Bloggari @ 11:40 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|