fimmtudagur, febrúar 23, 2006 |
smá sýnishorn |
Stal aðeins myndum frá Sillu og Veigari.
Þessi mynd var tekin í febrúar á síðasta ári:
og þessi í skírn hjá þeim núna í enda janúar (afsakið bolinn minn, aðeins of fleginn :op).
Glöggir lesendur ættu að sjá einhvern mun á þessum 2 myndum. |
posted by Latur Bloggari @ 20:08 |
|
|
|
Loksins |
Loksing komst ég á vigtina, 200 grömm farin aftur... þannig að ég virðist vera búin að snúa blaðinu við aftur. Er búin að fara á mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, fer svo á morgun líka og ætla í annan spinningtíma á laugardag :oD Gæti meira að segja verið að ég skelli mér á sunnudagsmorgun... en sjáum til með það. Ég þarf líka að þrífa heimilið fyrir sunnudaginn, á von á gestum og maður verður nú að hafa heimilið fínt fyrir þá :oD Svo er það nú ansi mikið púl að þrífa, þarf að hafa mig inn í geymslu og henda draslinu sem er þar... það kostar allavega 1 eef ekki 2 ferðir í sorpu :oO hehe ég veit hvað þið hugsið núna, þvílíka draslið! en sko þetta er enn drasl eftir fyrri leigjanda í íbúðinni og drasl sem eigandinn átti hérna og hefur gefið okkur leyfi til að henda... við eigum kannski samt helminginn af því :op |
posted by Latur Bloggari @ 16:48 |
|
|
miðvikudagur, febrúar 22, 2006 |
Vigtarleysi |
Arg ég þoli það ekki hvað þeim í world class virðist þykja það erfitt að hafa vigt í kvennaklefanum. Nú er ég ein að þeim sem reiðir sig á að geta stigið á vigtina þar, þar sem ég á ekki vigt heima. En nei, vigtin bilaði í síðustu viku og það er enn ekki búið að gera við hana, né koma með nýja í staðinn. Fer alveg rosalega í taugarnar á mér, sérstaklega því þetta er fyrirtæki sem mokar inn peningum frá viðskiptavinum og geta ekki einu sinni boðið upp á þessa þjónustu, sem maður hefði haldið að væri sjálfsögð í fyrirtæki í þessum bransa!
Jæja búin að losa um þetta, þá er komið að klukkinu, var farin að halda að ég myndi sleppa, en nei, skamm Lovísa :op
4 störf sem ég hef unnið um ævina: Kerrukrakki í Hagkaup, fiskverkakona í Jökli og Portlandi, bílstjóri hjá Íslandspósti og starfsmaður á endurvinnslustöðvum Sorpu.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur: 10 Things I hate about you, Dirty Dancing, LOTR myndir og Harry Potter myndir.
4 staðir sem ég hef búið á: Ísafjörður, Reykjavík, Akureyri, Þorlákshöfn.
4 sjónvarpsþættir sem ég fíla: Gilmore Girls, Biggest Loser, Sex and the City og Lost.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: England, Danmörk, Noregur og Krít.
4 síður sem ég skoða daglega: mbl.is, hi.is, barnaland.is og mininova.org.
4 matarkyns sem ég held uppá: kjötsúpa, grjónagrautur, hamborgarhryggur og soðin ýsa.
4 staðir sem ég vil heldur vera á núna: í minni eigin íbúð, sólarströnd, á skautum og á stærsta bókasafni í heimi.
4 bloggarar sem ég klukka: Anna, Daðey, Magga og Jónína.
Úff var sko ekki erfitt fyrr en ég var komin í 4 staði sem ég vil frekar vera á, þá stoppaði ég... annars gæti ég sett inn fleiri hluti á flestum stöðum! |
posted by Latur Bloggari @ 20:02 |
|
|
laugardagur, febrúar 18, 2006 |
Spinning |
Ég fór í spinning tíma í dag, mikið svakalega tók ég þar. Entist meira að segja næstum allan tímann, við fórum út þegar eitt lag var eftir, en það lag var aukalag, þannig að ég fyrirgef mér það sko alveg :o) Hugsa að ég fari bara að fara í spinning þegar námskeiðið er búið, ég veit allavega að ég kem til með að brenna þar. Það var nefnilega ekki til þurr þráður í fötunum mínum. Í gær fór ég með námskeiðiskonum í baðstofuna í Laugum, svakalega notalegt, væri alveg til í að hafa alltaf aðgang að henni :o) Annars eru bara 2 vikur eftir að námskeiðinu og þá er um að gera að setja allt í fimmta gír og taka vel á því. Er búin að vera í smá lægð hvað hreyfingu varðar og kom það aðeins niður á vigtinni. Held ég sé komin yfir það erfiðasta og nái að halda áfram í stað þess að hætta. Veit líka að ef ég hætti núna mun ég seint fyrirgefa mér það. Svo er ég með alveg frábæra gulrót fyrir næstu 10 kíló, þegar það markmið næst fer ég í klippingu, en ég hef ekki farið í klippingu síðan í maí :os |
posted by Latur Bloggari @ 18:50 |
|
|
þriðjudagur, febrúar 14, 2006 |
vikulegur vigtarpistill |
Jæja þá fór ég á vigtina í dag. Bjóst nú ekki við fallegum tölum þar, en hún varð ekki eins ógurleg og við mátti búast. Búin að vera að borða mjög vitlaust undanfarið og ekki verið nógu dugleg að mæta í ræktina. Þó þyngdist ég bara um 200 grömm, var sko alveg búin að sjá fyrir mér að hafa þyngst um kíló.
Tommi er kominn með vinnu, byrjaði að vinna í dag. Þá er manni sko mikið létt, þarf ekki að hafa neinar rosalegar áhyggjur af næstu mánaðarmótum. |
posted by Latur Bloggari @ 14:16 |
|
|
fimmtudagur, febrúar 09, 2006 |
Annríki |
Úff púff það er sko búið að vera mikið að gera hjá mér. Var í kúrs sem var kenndur á 3 vikum, 3svar í viku og á þessum tíma tók ég 2 próf og skilaði einni ritgerð. Ég veit þetta er ansi mikið, en það sem bjargaði var að kennarinn var yndislegur. Hann er kennari við University of Albright og kom bara í svona kennaraskipta prógrammi. Enda sýnir það sig alveg á einkunnum hvað kennarinn var meiriháttar, meðaleinkunnin var 8,4 en ég var með 8,5. Núna er ég byrjuð á öðru svona námskeiði, núna er kennt í 2 vikur og svo aðrar 2 vikur í mars. Ekki alveg eins skemmtilegur kennari en það sleppur samt. Í þessu námskeiði komum við til með að skrifa 40% ritgerð, er reyndar ekki kominn skiladagur á hana. Auk þess að vera í þessu öllu, þá á ég að gera aðra 40% ritgerð í íþróttabókmenntum, 20% verkefni í aðferðafræði og nokkur verkefni í bókmenntafræði. Svo er miðannarpróf í bókmenntafræði og aðferðafræði. Eins gott að maður sinni skólanum vel :oD |
posted by Latur Bloggari @ 12:13 |
|
|
miðvikudagur, febrúar 01, 2006 |
fyrsta takmarki náð |
jíha loksins náði ég fyrsta takmarkinu mínu, það eru farin 10 kíló. Verðlaunin eru buxur, en ég var búin að kaupa þær í desember, varð að gera það þar sem ég var gjörsamlega búin með íþróttabuxurnar mínar.
Næsta markmið eru næstu 10 kíló og þegar því marki verður náð ætla ég í klippingu :) |
posted by Latur Bloggari @ 09:17 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|