mánudagur, janúar 31, 2005 |
laglegur dagur... not |
Þetta er ekki góður dagur!
Byrjaði illa, svaf eiginlega ekkert í nótt vegna mikilla verkja í maganum. Sofnaði um klukkan 4 og vaknaði með Tedda klukkan 7. Hringdi svo á heilsugæsluna og fékk tíma hjá lækni til að athuga með magann minn. Hann ætlar að senda mig í sónarmyndatöku af gallblöðrunni minni. Ekki skemmtilegt það.
Mér fannst þetta nóg af leiðinlegum fréttum á einum degi. En nei, svo gott var það ekki. Ég er að fá uppsagnarbréf í póstinum á morgun. Portland var að segja upp 40 manns :S þar á meðal mér. Þannig að ég þarf að fara að leita að nýrri vinnu :S
Þannig að það er nú ekkert rosalega hátt á manni risið núna :(
|
posted by Latur Bloggari @ 17:28 |
|
|
sunnudagur, janúar 30, 2005 |
Lítill heimur |
Ég held ég verði bara að fara að hætta að furða mig yfir því hve lítill þessi heimur okkar er.
Mamma er í stærðfræði í fjarnámi frá fjölbrautarskólanum við ármúla, það er svosem ekkert mjög merkilegt. En hins vegar er það soldið skondið að sá sem kennir henni stærðfræðina er fyrrum umsjónarkennari minn úr Langholtsskóla. Hann var umsjónarkennarinn minn í 3 ár. Gleymi því aldrei að hann fór í fýlu útí mig fyrir það að hafa ekki tilkynnt honum um að afi minn væri dáinn.
Annars er það í fréttum að ég er með hita og eitthvað slöpp í maganum. Þannig að maður tekur við af Tedda sem er allur að koma til eftir vikudvöl hér heima. Að vísu ætlum við að halda honum heima í allavegana 2 daga í viðbót.
|
posted by Latur Bloggari @ 18:48 |
|
|
laugardagur, janúar 29, 2005 |
arg pirr pirr |
Ég er að reyna að gera útdrátt úr einhverri leiðinlegri grein, átti sko að skila honum í gær, en sökum mikillar þreytu var það barasta alveg ómögulegt! En núna sit ég og er að basla við að koma þessu á blað en ekkert gengur, ég las greinina 2x sinnum í gær og man þó afar lítið úr henni. Þarf sennilega að lesa hana aftur, en er þó ekki að nenna því.
En svona afþví að ég á að vera að læra, þá er ég búin að gera ýmislegt annað hér á netinu. Fann bloggsíðu hjá frænku minni áðan, það vill svo vel til að hún er vinkona Ólafíu sem var vinkona mín í langholtsskóla, vorum sko nánast alltaf saman. Þar komst ég að því að hún á stelpu sem verður 1 árs í mars. Ekkert smá gaman að sjá síðuna hennar.
|
posted by Latur Bloggari @ 10:57 |
|
|
föstudagur, janúar 28, 2005 |
Þegar maður dettur í þessi netpróf |
H is for Honorable
U is for Unnatural
G is for Gifted
B is for Bewildering
O is for Outgoing
R is for Radical
G is for Glitzy
A is for Alert
N is for Natural
N is for Nutty
A is for Active
What Does Your Name Mean?
Alltaf þarf maður að taka þessi óþarfa próf á netinu ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 13:12 |
|
|
miðvikudagur, janúar 26, 2005 |
Weird |
Skora á alla að taka þetta og segja mér niðurstöðurnar! ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 21:26 |
|
|
þriðjudagur, janúar 25, 2005 |
vinnivinnivinni |
úff hvað það er erfitt að byrja að vinna aftur eftir tæpa 2 mánuði í frí. Fór að vinna í gær, var á lausfrystinum, þannig að í gærkvöldi var ég að drepast í fótunum, öxlunum og bakinu! Í dag var ég að vinna við að flokka fisk, þannig að í dag er ég meira þreytt í fótunum, öxlunum og bakinu! ;) En ekkert smá gaman að komast aftur í vinnu, komast innan um annað fólk. Í stað þess að hanga heima allan daginn, bora í nefið og gera ekki rassgat. Svo verður líka gaman að fá útborgað í næstu viku, fá meiri pening en undanfarnar vikur.
Teddi er lasinn, þannig að Tommi er með hann heima. Hann er sennilega með þessa pest sem er að ganga. Lýsir sér með hita, kvefi og beinverkjum. Hann var ansi aumur í gær, en er þó aðeins að hressast.
Sáuð þið handboltaleikinn á sunnudaginn? Djöfull var hann góður. Bíð spennt eftir leiknum á eftir. Er meira að segja að fara að borða svo ég missi ekki af of miklu af honum ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 18:53 |
|
|
sunnudagur, janúar 23, 2005 |
Úff þetta var nú meiri nóttin |
Þetta var nú ansi skrautleg nótt hjá okkur í nótt. Við fórum á bakkann í gær og komum heim rétt um hálf 10 - 10. Teddi sofnaði á leiðinni, en rumskaði þó þegar heim var komið til að pissa. Svo skreið ég fljótlega uppí, en Tommi var að spila Battlefield (sem virðist vera kominn í lag), og fór að lesa, sofnaði sennilega rétt fyrir 12. Um klukkan 2 rumska ég við það að Teddi kemur grátandi fram úr herberginu sínu, honum var illt í maganum og hóstaði líka töluvert. Hann fékk að leggjast í sófann frammi hjá pabba sínum og steinsofnaði þar eftir einhvern hálftíma. Ég skreið aftur uppí klukkan 3 og sofnaði um klukkan að verða 4. Þrjúkorteri seinna vakna ég við það að Tommi er að færa Tedda inn í rúm og vaknaði Teddi við það. Þá var hann búinn að pissa í stofusófann. Hann sofnaði svo aftur í rúminu sínu og við fengum öll svefn á meðan. Svo rétt fyrir klukkan sjö vaknaði ég við að Teddi var að kalla, þá var hann búinn að pissa í rúmið sitt. Ég setti hann í hrein náttföt, lagaði til rúmið hans og fékk hann svo til að skríða aftur uppí. Hann ætlaði nú ekki að fást til þess, en sem betur fer gekk það á endanum því að hann steinsofnaði og sefur enn. Vona bara að hann nái að sofa þennan magaverk úr sér.
|
posted by Latur Bloggari @ 08:06 |
|
|
laugardagur, janúar 22, 2005 |
Tölvan að komast í rétt stand |
Jæja eftir mikla vinnu og erfiði er tölvan að verða orðin góð aftur. Að vísu á ég enn eftir að setja upp prentarann aftur. Virðist eitthvað hafa bilað þar þegar ég formataði græjuna. Við erum meira að segja byrjuð að ná í þau gögn sem hægt er að bæta, því miður eru það ekki öll gögnin okakr. Verst var að missa öll persónulegu skjölin sem maður átti :(
Ég fékk símtal frá vinnunni í gær, þar sem mér var boðið að mæta í vinnuna á mánudaginn. Þeir eru ekki enn farnir að starta fullri vinnslu, það er enn bara verið að handflaka og frysta. En ég þáði það með þökkum og hlakka til að fá útborgað í þarnæstu viku ;) Að vísu er ég búin að vera á launum allan þennan tíma, en þó eru það ekki full laun. En hins vegar hlakka ég ekki til mánudagskvöldsins, ætli ég sofni ekki klukkan átta eða eitthvað svoleiðis ;)
Helgin kemur til með að fara að mestu leyti í afslöppun. Reyndar ætlum við að kíkja í heimsókn á bakkann í dag eða á morgun. Kemur í ljós þegar svefnpurkan vaknar. Reyndar þarf ég líka að læra smá, þar sem laugardagar eru fráteknir fyrir heimspekileg forspjallsvísindi ;)
Jæja ég ætla að halda áfram við að ná í leikina sem við ætlum að setja upp í tölvunni ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 11:40 |
|
|
föstudagur, janúar 21, 2005 |
Helvítis drasl!!! :S |
Ohhh nú er ég sko fúl! Í gær var ég að reyna að laga tölvuna svo Tommi geti spilað dýrmæta Battlefield leikinn sinn. En hann hefur verið eitthvað bilaður undanfarið. Þannig að ég ákvað að formata tölvuna. Fyrst fórum við nú og keyptum nýjan 120 GB harðan disk til að setja þau gögn á sem við ætluðum að eiga. Við gerðum það og svo hélt ég áfram við að formata tölvuna. Mjög ánægð með að hafa öll gögnin á öðrum disk, þar með mikinn hluta af driverum og dóti sem ég þurfti til að setja tölvuna upp aftur. Jæja ég formata gamla diskinn og byrja að setja upp tölvuna á ný. Ekkert mál. Loksins er það búið og ég er komin með starfandi windows á hana. En bíddu nei, áttu ekki öll gögnin að vera á nýja diskinum. Jújú þau áttu að vera þar en þegar upp var staðið hafði ég óvart formatað hann líka, við misstum 80 GB af gögnum!
En það var kannski ekki alveg það versta, því það fyrsta sem ég heyrði í morgun var: "leikurinn er ennþá bilaður" Ég fórnaði semsagt öllu af gamla harða diskinum fyrir ekki neitt :S
Mikið rosalega er ég ekki í góðu skapi í dag :(
|
posted by Latur Bloggari @ 09:29 |
|
|
fimmtudagur, janúar 20, 2005 |
Gáfaðir hamstrar |
Hmmm... ég hef alltaf haldið að hamstrar séu mjög ógáfuð kvikindi, þangað til að Hnoðri kom á heimilið. Hann er svo gáfaður að hann kann að betla mat. Þegar allt það sem honum finnst gott er búið úr matardallinum, tekur hann sig til og skellir honum niður í gólfið í búrinu. Þannig að ef hann verður matarlaus á nóttinni þá vekur hann mig með þessum látum. Maður þarf að muna að athuga matardallinn hans á kvöldin til að vera viss um að fá fullan nætursvefn!
|
posted by Latur Bloggari @ 09:59 |
|
|
|
útlitsbreytingar |
hehe ég breytti því í bleikt í gær, svona til að bögga Mæju aðeins.
Í dag er það orðið eins og ég ætla að hafa það áfram.
Finnst það barasta allt í lagi
;)
|
posted by Latur Bloggari @ 09:16 |
|
|
miðvikudagur, janúar 19, 2005 |
Smá flipp í gangi |
Hehe bara varð að fíflast aðeins :)
Svona þar sem ég elska bleikan lit, þá bara varð ég að hafa bloggið mitt bleikt ;)
... right!
;)
|
posted by Latur Bloggari @ 17:58 |
|
|
|
Skólinn byrjaður á ný |
Jæja þá er skólinn farinn af stað, mér finnst þetta allt nokkuð spennandi og hlakka svolítið til. Núna er ég í 18 einingum, ætla að taka eina skyldukúrsinn sem heillar mig kannski ekki alveg 100% en það eru heimspekileg forspjallsvísindi. En þar sem að ég þarf að taka hann, þá ákvað ég að skella honum bara inn núna, þeir segja að illu sé best aflokið ;)
Þannig að núna er ég í í eftirtöldum kúrsum:
Ensk málsaga
Ensk málfræði
Ritþjálfun 2
Bandarísk menningarsaga
Amerískar bókmenntir I
Heimspekileg forspjallsvísindi
|
posted by Latur Bloggari @ 17:10 |
|
|
mánudagur, janúar 10, 2005 |
síðasti sauður kominn í hús ;) |
jæja þá er síðasta einkunnin komin. Breskar bókmenntir enduðu í 7.5 sem þýðir að ég hef fengið hærri einkunn í lokaprófinu en miðsvetrarprófinu. Ég er bara nokkuð sátt við þetta allt hjá mér. Með meðaleinkunn 7.5
Í dag byrjaði svo skólinn, en vegna leiðinlegs veðurs og slæms líkamsástands þá var ég bara heima. Ætla að fara á morgun.
Fór nú með Tedda í leikskólann í morgun, þurfti að vísu að ræsa Tomma til að moka bílinn út eftir að ég festi hann ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 17:57 |
|
|
föstudagur, janúar 07, 2005 |
:D |
vúhú ég var að fá einkunn í Enskri Hljóðfræði 1! Ég fékk 9 og er geðveikt ánægð, var með 10 fyrir verkefnin í vetur og 8.28 fyrir prófið! Ég var nú búin að gera mér vonir um að fara ekki undir 7 en þetta er mikið betra! ;)
Þá á ég bara eftir að fá eina einkunn og er að vona að hún komi líka í dag, óþolandi hve lengi þeir eru að þessu, þar sem skólinn byrjar á mánudaginn.
Annars er allt ágætt að frétta, fórum til Raufarhafnar í viku og áttum að koma heim þann 3. jan, en sökum veðurs vorum við auka nótt á Akureyri. Vorum svo heppin að hún Jónína gat hýst okkur yfir nótt og skutlaði okkur svo út á flugvöll. Hins vegar var ferðalagið hennar mömmu aðeins erfiðara, hún keyrði okkur sko inn á Akureyri. Svo lagði hún aftur af stað heim, sem hún sennilega hefði ekki átt að gera. Því það tók hana 4 tíma að komast leið sem venjulega tekur 45 mínútur. Hún festist í Víkurskarðinu og fékk næstum því flutningabíl á sig þar sem hún sat og beið. Hún þurfti að bakka svo bíllinn færi ekki á hana. En svo loksins komst hún á Húsavík og gisti þar hjá frænku okkar.
Við vorum komin heim um klukkan 8 daginn eftir og mikið rosalega var það nú gott! ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 13:28 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|